Deildin okkar heitir Austurholt

Á Austurholti er pláss fyrir 18 börn. Í dag eru þar 18 börn á aldrinum 1 til 2ja ára. Það eru þrír hópar á deildinni sem kallast Beitukóngar, Örðuskeljar og Kræklingar. Við vinnum með opinn efnivið og vinnum með SMT reglur á deildinni. Börnin fara einu sinni í viku í salinn og sinna fjölbreyttum verkefnum í hópatímum kl 9 - 10 alla morgna og reynum við að tengja læsi, stærðfræði, myndlist, umhverfisfræði og fleira sem mest inn í hópastarfið. Við erum dugleg að fara út að leika á hverjum degi ef veður leyfir. Á Austurholti er gaman og þar lærum við að vera í okkar fyrsta leikskóla. Á Austurholti er Eygló Ósk deildarstjóri, Eygló Ída, Helga og Sylwia eru hópstjórar, Elín Ósk sinnir stuðning og þjálfun á Austurholti.

Netfang deildarstjóra: eygloosk@hafnarfjordur.is

Hér fyrir neðan eru fréttir af starfinu á deildinni