Jólaundirbúningur

08 Des 2017

Núna í desember einkennist starfið með börnunum komu jólanna. Mánudaginn 4.des. fóru börnin á Norðurholti í jólakaffihús í sal skólans. Búið var að skreyta salinn og var kósý jólastemming hjá okkur, fyrir börnin voru í boði málaðar piparkökur , mandarínur og kakó.

Í hópatímun hafa börnin verið að stimpla og skreyta jólakort og mála jólapappír og aðrar umbúðir fyrir jólagjafir til foreldra.

Suma daga í des. hefur verið mikið frost og vindkæling mikil þannig að yngri börn hafa ekki farið í útiveru köldustu dagana.

Kveðjur frá Norðurholti.