news

Afmælisbarn og vikan 23-27.sept.

27 Sep 2019

Ágætis veður hefur verið í vikunni og börnin notið þess að fara út bæði fyrri part dags og eftir hressingu síðdegis .

Þorleifur Karl er afmælisbarn vikunnar , hann verður 2ja ára laugardaginn 28.sept. , allir á Austurholti senda honum og fjölskyldu hans hamingjuóskir með afmælið.

Börnin fengu kynningu á stöfunum B og N og hlustuðu á stafavísur og sáu táknið fyrir stafina.

Hreyfistund var í salnum á miðvikudag og fóru börnin í hópum með hópstjórum og einnig var málörvunarstund með brúðunni Bassa.

Vináttubangsinn Blær kom í heimsókn og var þema dagsins tilfinningar. Við völdum að tala um gleði og reiði og sögðum söguna af drengnum Albert sem er glaður og stúlkunni Sönnu sem er reið. Einnig æfðu börnin sig í að sýna hverning þau eru á svipinn þegar þau eru glöð og svo reið.

Á föstudagsmorgun fórum við á vinafund í salnum og hittum önnur börn skólans og sungum saman og einnig tókum við afmælislag fyrir Þorleif Karl.


Kveðjur frá Austurholti.