news

Fréttir frá Austurholti 7.-11.október

11 Okt 2019

Stafur vikunnar er Í og Ý ,börnin hlustuðu á stafavísur og sáu táknið fyrir stafinn , hundurinn Lubbi var með okkur og er honum alltaf fagnað.

Í smt-skólafærni var brúðan Bína mætt til að rifja upp með börnum regluna að hafa hendur og fætur hjá sér , en það er mjög nauðsynlegt að börnin tileinki sér regluna þegar þau sitja í samveru.

Blær bangsi kom í samveru á fimmtudag ,öll börnin fengu að hafa litla Blæ bangsa hjá sér. Við sungum saman lagið, Bangsi minn , bangsi minn . Kennari sagði sögu um stelpuna Soffíu sem meiddi sig og strákinn Óskar sem lætur Blæ bangsa hugga hana.

Bleikur dagur var hjá okkur í leikskólanum á föstudag. hann er liður í átaki krabbameinsfélagsins til að vekja athygli á brjóstakrabbameini hjá konum. Það var bleik slikja yfir barnahópnum þennan dag og mörg börn mættu í einhverju bleiku. Allir hópar gerðu bleikar myndir í listakoti í vikunni og hópurinn hjá Wen gerði einnig krúttlega hjartakórónur.

Kveðjur frá starfsfólki Austurholts.