news

Fréttir frá Austurholti 30.sept.-4.okt

04 Okt 2019

Það er farið að hausta og aðeins að kólna í veðri suma daga , nú er tímabært að koma með kuldagallana fyrir börnin í leikskólann.

Börnin á Austurholti eru að safna brosum fyrir næstu sólarveislu , við erum með sól með átta geislum upp á vegg og söfnum brosum á þá, í veislunni ætlum við að bjóða saltstangir.

Stafur vikunnar er D og hlustuðu börnin á stafavísu og sáu táknið fyrir stafinn. Austurholt stjórnaði vinafundi í salnum á föstudag og sungum við nokkur lög sem minntu okkur á stafinn D eins og t.d. Drippedi og droppedi dropp...............

Verkefni vikunnar í Vináttu er að teikna Blæ bangsa og sjálfan sig og teiknuðu öll börnin sem voru mætt í vikunni myndir.

Núna í byrjun októbermánaðar verður hreyfing á starfsmönnum á Vesturkoti. Eygló Ósk sem verið hefur hópstjóri Tjalda á Vesturholti er að hætta hjá okkur og fara til starfa á leikskólanum í Skarðshlíðarskóla . Helga Lindberg sem er hópstjóri hjá Snæuglum á Austuholti mun taka við af Eygló Ósk. Allir á Austurholti þakka Helgu fyrir samstarfið en við munum hittast á útisvæðinu og í húsinu.

Kveðjur frá starfsfólki Austurholts