news

30.sept til 4.okt 2019

04 Okt 2019

Gleðin heldur áfram á Suðurholti og bættust tvö ný börn í hópinn til okkar þessa vikuna.

Stafurinn D, d var skoðaður með Lubba og orðin draugur, drullumall, dúlla og dúskur voru efst á lysta hjá börnunum yfir orð sem byrja á D

Krummar brugðu sér í strætó inn í Kópavog á Náttúrufræðistofnun að skoða dýrin þar. Steina karlar og kerlingar eru í vinnslu.

Lundar stækka og dafna þau fengu sér göngu ferð að tína laufblöð og föndra flotta haustmynd

Súlurnar okkar koma stanslaust á óvart með skemmtilegum upp á komum og spurningum. Vina bangsinn Blær kom með mynd af sér til þeirra sem þau lituðu og fengu að taka með heim.

Nú er haustið að detta til landsins svo nú er tími kominn að finna útigalla, vettlinga, húfu og kuldaskó og hafa líka með í leikskólann.

Reglan þessa vikuna sem við einblíndum á var NOTUM INNI RÖDDINA INNI

Eigið góða helgi