news

Suðurholt 24. til 27. september 2019

27 Sep 2019

Nú höfum við haft það gott hér á Suðurholti Lubbbi kom með stafinn N, n og lærðum við táknið fyrir stafinn og fundum að sjálfsögðu orð sem byrja á N eins og nammi, nef, nashyrningur, notalegt og fullt í viðbót.

Úr vettvangsferðum er það að frétta að Lundar tóku létta úti æfingu þ.s lærðu að gera skemmtilegar íþróttaæfingar út í náttúrunni, planka, armbeygjur, jafnvægisæfingar á steinum og hlaup.

Krummar skelltu sér í fjöruna að skoða lífið þar og tóku steina með heim á leikskólann sem þau ætla að föndra með í næstu viku.

Súlur fengu sér göngutúr um nær umhverfið og æfðu sig í að leiða hvort annað og passa upp á vin sinn. Einnig var farið í listastofu að mála

Vináttubangsinn Blær kom í heimsókn eins og hann gerir í hverri viku og kenndi hann okkur um ólíkar tilfinningarnar sem voru umburðarlyndi, virðing, hugrekki og umhyggja.

Samverur, val, útivera og hópastarf er allt á sínum stað.

Vöfflur voru í nónhressingunni á fimmtudeginum og vakti það mikla gleði hjá öllum börnum jafnt sem starfsfólki

Á föstudagsmorgun fórum við á vinafund í salnum og hittum önnur börn leikskólans og sungum saman.

Góða helgi