news

Suðurholt vikan 14. til 18. október

18 Okt 2019

Þá er en ein vikan að klárast

Stafur vikunnar var Ú ú og fundu börnin út að það sem byrjar á þessum flotta staf er úlfur, út, útiföt, úr, útlönd og fl.

Reglan okkar þessa viku sem við höfum verið að æfa okkur í er

HLUSTA Á MEÐAN AÐRIR TALA/SEGJA FRÁ

Eins og alltaf á leikskólanum þá er líf og fjör. Verkefnið ég og líkaminn minn heldur áfram hjá hópunum.

Lundar fóru í Þjóðleikhúsið og sáu sýninguna Ómar orðabelgur sem var mjög skemmtilegt og fróðlegt. Einnig skruppu þeir upp í Hvaleyrarskóla að hitta hjúkrunarfræðinginn þar og lærðu um hreinlæti eins og að bursta tennur og þvo hendur.

Krummar skemmtu sér í salnum, föndruðu og máluðu skeljar. Einnig æfa þeir sig í framsögu. Ég heiti… Ég er … gamall/gömul Mamma heitir… og pabbi heitir…

Súlurnar okkar æfa sig stíft í að klæða sig sjálf í útiföt, renna og koma sér í skó. Þau föndruðu og máluðu fuglinn súlu og hengdu upp. Vinar bangsinn Blær lét sjá sig í heimsókn og var talað um það hvað það er gott að skiptast á.

Haustið hefur leikið við okkur en loft hitinn er kaldur. Því er upplagt að finna til útigalla og hlýja fatnaðinn til að hafa með í leikskólann í næstu viku.

Takk fyrir skemmtilega viku og eigið gleðilega helgi :)