news

Umhverfisvika og grænn dagur á Suðurholti 16. til 20. september

20 Sep 2019

Í dag föstudaginn 20. sept er grænn dagur hjá okkur í Vesturkoti , sum börn mættu í einhverju grænu í dag og starfsfólk líka.

Þessa umhverfisviku var farið í vettvangsferðir í nærumhverfinu og föndrað var úr steinum, fernum og laufblöðum.

Stafurinn B b kom með Lubba og fundu börnin út orðin bumba, bátur, Blær, blóm byrjuðu á B b

En og aftur hafa pollarnir verið nýttir vel í útiverunni í þessu skemmtilega veðri sem hefur verið þessa vikuna. Leikskólinn er staðurinn til að fá að sulla og drullu malla í svona veðráttu.

SMT reglan okkar þessa viku er að kenna börnunum að hafa hendur og fætur hjá sér. Þessa reglu er nauðsynlegt að kunna og er hún mikið notuð þegar börnin sitja í samverustundum og þurfa að sitja þétt saman.

Minnum á að leikskólinn Vesturkot er lokaður öllu starfi með börnum mánudaginn 23.september.

Kveðjur frá starfsfólk Suðurholts