news

Alltaf fjör á Vesturholti

05 Nóv 2020

Heil og sæl !

Við höfum ekki setið auðum höndum frekar en vanalega og margt hefur verið brallað. Síðasta vika einkenndist af bangsadegi á þriðjudag og allskonar hrekkjavökuföndri. Allskonar köngulær, grasker, draugar og skrímsli spruttu fram úr hugsmiðju barnanna og allir skemmtu sér konunglega. Vikan náði svo hápunktinum síðastliðinn föstudag þar sem allir mættu í búningum.

Kattartungur heimsóttu Ljónagryfjuna og léku sér á leikvellinum þar og fóru í Lubba og allskonar skemmtileg verkefni. Skarfakálshópur hefur líka verið duglegur í hópastarfi, til dæmis í einingakubbum og verkefnavinnu. Dömunum þótti köngulóarföndrið þó svolítið ógnvekjandi J Bláliljur máluðu skrímsli á listakotshurðina, stimpluðu handarförin sín á gluggann og máliðu grasker og drauga af einskærri snilld.

Þessi vika er að líða undir lok líka. Tíminn flýgur frá okkur og fyrr en varir verða komin jól ! Í þessari viku fór Skarfakálshópur í fjöruferð og Kattartungur heimsóttu fjöruna líka. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að sjá og læra um í fjörunni. Bláliljur hafa verið dugleg að vinna verkefni og leika sér saman – það má ekki gleyma því hvað það er mikilvægt að leika sér líka. Núna er Bláliljuhópur að vinna verkefni um styrkleika sína. Börnin telja upp þá hluti sem þau eru góð í og hinir í hópnum mega aðstoða og benda á styrkleika barnsins. Við erum alltaf að æfa okkur í því að hrósa og taka hrósi og vera ánægð með okkur sjálf. Það er svo mikilvægt.

Við leggjum áherslu á að gera skemmtilega hluti saman, vera jákvæð og styðjandi hvort við annað. Elstu börnin ræða talsvert um covid og það er mikilvægt að leyfa þeim að tjá sig um það þó við þurfum líka að passa okkur að drukkna ekki í þeirri umræðu J

Á morgun föstudag er fjólublár dagur !

Góða helgi

Hildur Anna, Eygló Ida, Helga, Joanna, Fanney og Bettý