news

Fréttir vikunar

10 Sep 2021

Komið sæl á þessum fagra föstudegi !

Margt hefur verið brallað eins og venjan er í Vesturkoti. Laxahópur skellti sér í golf á mánudaginn með elsta hópnum á Suðurholti og allir hópar eru búnir að taka góðan stopp-og setudans í salnum.

Í vikunni hafa allir hópar farið í vettvangsferðir og haft gaman af :)

Lúðuhópur fékk sér gönguferð á rólóvöll. Í leiðinni æfðu börnin sig í því að umgangast nærumhverfi sitt – passa sig á bílunum og gæta að félögum sínum til dæmis. Laxahópur fór einnig í gönguferð á rólóvöll. Börnin fóru í sjálfssprottinn leik í hrauninu og léku „lava skrímsli“ og fóru í fótbolta. Lönguhópur fór með jafnöldrum sínum af Suðurholti í ljónagryfjuna. Eitt barn í hópnum þurfti þó áður að fullvissa sig um að ljónin í ljónagryfjunni myndu ekki borða börnin :)

Afmælisbörn vikunnar eru tvö að þessu sinni ! Mia varð þriggja ára um síðustu helgi og afmælinu hennar var fagnað á mánudaginn. Aleksander Michal varð fimm ára í sumarfríinu sínu og við fögnum þeim áfanga í dag. Við óskum afmælisbörnunum okkar til hamingju með daginn :)

Við minnum á að næsta mánudag er skipulagsdagur í leikskólanum og leikskólinn því lokaður. Þennan dag mun starfsfólk skólans sitja fyrirlestur um málörvun og viða að sér upplýsingum til að auðga starfið enn meira.

Við óskum ykkur góðs og notalegs helgarfrís !

Kveðja frá okkur öllum á Vesturholti