news

Gleðilegt sumar

26 Apr 2019

Stuttar vikur að baki en þrátt fyrir það eru börnin alltaf að fást við skemmtileg verkefni.

Mórur, Makríli og Marglyttur hafa verið að vinna með sjálfsmynd sína og hanga verkefnin upp á vegg við borðin þeirra. Endilega kíkið á og lesið hvað hver og einn hefur að segja um sjálfan sig. Í hádeginu eftir slökun hjá þeim börnum sem ekki sofa erum við að vinna með hljóðkerfisvitund og lagt áherslu á stafina, hvernig þeir líta út, hvað þeir heita og hvaða hljóð heyrist frá þeim. Hvaða hljóð heyrist fyrst í orðum og skoðað muninn á stórum og litlum stöfum.

Marhnútar skelltu sér í vikunni í vettvangsferð þar sem þau fóru með strætó á leikvöll í Setberginu. Þá hafa þau einnig farið í stærðfræði, vináttuverkefnið, Lubba og spilað svo eitthvað sé talið upp.

Í morgun kom nemandi í 7. bekk í Hvaleyrarskóla og las upp úr bók fyrir eldri deildarnar í salnum og hlustuðu öll börnin af mikilli athygli á lesturinn.

Nú standa yfir Bjartir dagar í bænum og höfum við því fært myndlistasýningu barnanna niður í Hraunkot sem er púttvöllur Golfklúbbsins. Ykkur er að sjálfsögu velkomið að kíkja þangað, skoða myndirnar og kynna ykkur starf klúbbsins.