news

Skemmtileg vika að baki

10 Maí 2019

Í hádeginu héldum við áfram í hljóðkerfisvitund og ætlum við að skipta þeirri vinnu á milli vikna og taka stærðfræði vikuna á móti.

Marhnútar gerðu skilduverkefni í myndlist og í stærðfræði var lögð áhersla á tölur og fjölda. Einnig unnu þau með Lubba, Blær, hugarfrelsi og sögugrunninn.

Vegna ljósmyndartöku féll salartíminn okkar niður og fóru öll börnin því í stöðvavinnu í staðinn svo hægt væri að kalla í þau eitt og eitt í myndartöku.


Takk fyrir skemmtilega viku og munið að njóta helgarinnar!