news

Vikan á Vesturholti

03 Maí 2019

Í vikunni skelltu Mórur, Makríli og Marglyttur sér í vettvangsferð þar sem þau gengu að húsum þeirra barna sem búa á holtinu, í næstu viku stefna þau á að fara með strætó að heimilum þeirra sem búa annarstaðar í bænum. Þetta er hluti af þemanu, ég sjálfur og fjölskyldan mín, en hefð hefur verið fyrir því að skoða hús barnanna og vinna svo í framhaldi verkefni um húsin og fjölskyldur barnanna. Einnig héldu þau áfram vinnu með eigin sjálfsmynd og gerðu sjálfan sig á pappadisk í myndlist. Í hádeginu æfðu þau börn sem ekki sofa sig í samsettum orðum þar sem þau tóku í sundur orð og settu saman. T.d. snjór + bolti = sjóbolti. Einnig héldu þau áfram með stafi og hvaða hljóð heyrist fyrst í orðum.

Marhnútar máluðu mynd í myndlist og æfðu sig í samsettum orðum þar sem þau klipptu út og límdu orð á rétta staði. Í Bryggjustund fóru þau í Lubba og æfðu muninn á stórum og litlum bókstöfum.

Í gær fögnuðum við því að sólin var orðin full af brosum með púða-partý í salnum. Nú er farin af stað söfnun fyrir Tomma og Jenna kexi en börnin völdu það fram yfir að gera tilraun úti í sandkassanum.

Í dag höfum við aðalega notið þess að vera úti enda blíðskaparveður.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi!