news

Vikufréttin okkar 4-8 október

07 Okt 2021

Komið sæl !

Þessi vika er styttri í annan endann þar sem á morgun, föstudag, er skipulagsdagur og leikskólinn því lokaður.

Við höfum brallað eitt og annað í vikunni eins og venjan er. Laxar skelltu sér í golf á mánudaginn með Marhnútum af Suðurholti. Á miðvikudaginn lá svo leiðin til Reykjavíkur með rútu. Laxar og Marhnútar skelltu sér á sýninguna „Ég get“ í Þjóðleikhúsinu. Sýningin fjallar um vini sem eru að æfa sig í að deila hlutum og sýna hvor öðrum virðingu. Börnin skemmtu sér vel og hlógu mikið :)

Lúðuhópur skellti sér í vetvangsferð í vikunni að tína laufblöð til að vinna með í listakoti. Það er vandaverk að ná þeim áður en þau fjúka burt í haustvindinum ! Hópurinn er að auki búinn að æfa fínhreyfingarnar með því að klippa tímarit og líma á blað og hápunktur vikunnar var að fá að maka málningu á borðið í listakoti ! Það er svo góð útrás fyrir sköpun og tjáningu.

Lönguhópur fór í strætóferð í rokinu í dag. Strætóferðir eru alltaf vinsælar hjá börnunum. Hópurinn er líka búinn að æfa sig í samstæðuspili og börnin stóðu sig ótrúlega vel.

Við erum svo auðvitað búin að taka okkar föstu punkta eins og hreyfistundir í salnum og stundir með Lubba og Blæ !

Afmælisbarn vikunnar er António en hann verður 5 ára á morgun. Við óskum honum innilega til hamingju með daginn !

Bestu kveðjur inn í helgina frá okkur á Vesturholti