news

Vikupóstur 27. sept- 1. okt

01 Okt 2021

Komið sæl !

Nú er aldeilis farið að kólna í veðri ! Flest börn eru komin með kuldagallana í leikskólann og við viljum minna þá sem eftir eru að koma með gallana fyrir börnin sín :) Hlýjar húfur (lambhúshettur eða hlýr kragi) er staðalbúnaður í köldum vindinum ásamt nóg af hlýjum vettlingum fyrir allskonar veðurfar.

Laxar fóru í gönguferð um holtið með viðkomu á lóðinni hjá Hvaleyrarskóla. Þar hittum við fyrir tilviljun Vesturkotsbörnin okkar sem nú eru í fyrsta bekk. Það voru fagnaðarfundir! Á heimleiðinni stoppuðum við á róló í Álfholti og borðuðum nesti.

Löngur fengu sér hressandi göngutúr í rokinu að tína laufblöð. Þau ætla svo að vinna með laufblöðin á næstu dögum. Það er sjaldan lognmolla hjá Löngum þar sem samskipti eru í stöðugri æfingu, auk Lubbastunda og vináttuverkefnisins.

Lúður er nú hress tíu barna hópur með tvo öfluga hópstjóra. Samskipti og vinnustundir ganga vonum framar, enda flottir og klárir krakkar.

Afmælisbarn vikunnar er hún Laura okkar sem varð þriggja ára í vikunni. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn.

Næsta föstudag er skipulagsdagur í leikskólanum og leikskólinn því lokaður.

Vonandi eigið þið frábæra helgi í vændum

Bestu kveðjur frá okkur öllum á Vesturholti