Suðurholt

Á Suðurholti er pláss fyrir 24 börn sem skiptast í þrjá hópa en þetta skólaárið eru nöfnin tengd lífinu í fjörunni. Bláliljur (2012) hópstjórar Berglind og Arndís Sara. Hrúðurkarlar (2013) hópstjóri Gunnar Pétur. Kuðungar (2014) hópstjóri Unnur Atashi. Inga Þóra er deildarstjóri og sinnir stuðning við Bláliljur og einstaklingsþjálfun. Sandra Dögg sinnir stuðning við Hrúðurkarla og Kuðunga og Wen sinnir afleysingu.

Við leggjum áherslu á að börnin séu mætt í leikskólan fyrir kl. 9:00 en þá hefst hópastarf og vitum við hversu mikilvægt það er fyrir börnin að taka þátt frá upphafi til enda. Í hópastarfi fara börnin vikulega í myndlist, vettvangsferð, stærðfræði/læsi og í íþróttir í sal leikskólans. Í vetur fara Bláliljur í golfkennslu vikulega hjá Golfklúbbnum Keili.

Á Suðurholti tengjum við umhverfismennt og SMT-skólafærni inn í daglegt starf. Tveir eldri árgangarnir fara vikulega í vináttuverkefni sem er forvarnarverkefni fyrir leikskóla. Allir hóparnir fara í málörvun dagleg þar sem reynt er að mæta þörfum hvers og eins. Unnið er með Lærum og leikum með hljóðin, gagnvirkan lestur og hljóðkerfisvitund. Við vinnum með opinn efnivið og leggjum áherslu á að börnin læri í gegnum leikinn, öðlist aukna leikni og lífsgleði.

Útivera er mikilvægur þáttur í leikskólauppeldinu þar sem hún býður meðal annars upp á góða hreyfingu. Daglega fara börnin í útiveru en á Suðurhloti fara Hrúðurkarlar og Kuðungar kl. 10:00-11:15 en Bláliljur kl. 13:00-14:15 nema á föstudögum, þá fara allir út kl. 10:00-11:15. Í útiveru eykst líkamlegt úthald barna og þau læra margt um náttúruna.

Elsti hópur leikskólans fer í Brúarstund eftir hádegismat kl. 12:00 - 12:45. Í Brúarstundum er unnið með fjölbreytt verkefni tengd málörvun, stafainnlögn, sögugrunnur, framsögn, myndlist, stærðfræði, læsi og upplýsingatækni.

Netfang deildarstjóra: ingaa@hafnarfjordur.is


Hér fyrir neðan eru fréttir af starfinu á deildinni