news

Aðlögun lokið

30 Ágú 2019

Þá er aðlögun nýrra barna hér í Vesturkoti formlega lokið og hefur gengið ljómandi vel. Dagskipulag deilda er farið af stað og munu fastir þættir starfsins bætast inn hægt og rólega í september. Börn og starfsfólk eru að mæta til baka úr sumarleyfum sem og Lubbi sem kemur til okkar í næstu viku og í þar næstu kemur Blær sem er hluti af vináttu verkefni Barnaheillar.