news

Listavika - unglingur

21 Apr 2021

Í síðustu viku vorum við með listaviku sem er árlega á undan Björtum dögum í Hafnarfirði sem hefjast á morgun og verður í allt sumar. Þema vikunnar var unglingur sem kom skemmtilega á óvart hvað var fróðlegt. Fæst börnin vissu hvað unglingur er en vita það svo sannarlega núna. Það var því virkilega skemmtileg tilbreyting að fá þema og vinna eftir því. Börnin gerðu listaverk sem eru til sýnis í gluggum leikskólans.

Öllum er velkomið að labba hringinn í kringum leikskólann okkar og skoða listaverkin. Munum bara að loka hliðum ef leikskólinn er opinn.