Slökkviðliðið kom í sína árlegu heimsókn

03 Okt 2017

Í síðustu viku komu slökkviliðs/sjúkraflutningamenn að hitta elsta árgang leikskólans. Þeir voru með fræðslu um eldvarnir inn í sal leikskólans og fengu svo börnin að fara út til að skoða sjúkrabíl og heyra í sírenunum. Í kjölfarið á því yfirförum við starfsmenn rýmingaráætlun leikskólans og verðum síðan með brunaæfingu fyrir allann skólann á næstu dögum.