news

Sumarhátíð

12 Jún 2020

Sumarhátíð leikskólans og foreldrafélagsins

Dagurinn byrjaði með stöðvum í garðinum þar sem deildar skiptust á að fara á milli. Eins og fyrri ár var stöðvabraut, leikir, sandkassa-fjör og hoppukastali í boði. Í hádeginu voru grillaðar pylsur sem voru borðaðar inn á deildum sökum mikillar rigningar. Einar Mikael töframaður kom til að skemmti í sal leikskólans og vakti hann mikla lukku meðal barnanna. Því næst var starfsfólk Vesturholts með skemmtiatriði en þær stýrðu fjölbreyttum dönsum. Þá sá foreldrafélagið um veitingar í nónressingunni. Þrátt fyrir leiðindar veður var dagurinn hinn skemmtilegasti.