Umhverfisvika

22 Sep 2017

Vikan 18. - 22. september var tileinkuð umhverfinu hjá okkur í tilefni af degi íslenskrar náttúru þann 16. september. Nemendur og starfsfólk unnu ýmis umhverfistengd verkefni í tilefni vikunnar. Farið var í ruslatínslur og unnin myndir og skúlptúr úr þeim efnivið sem fannst í þessum ruslaferðum. Ný umhverfisnefnd fór af stað innan leikskólans en því verkefni stýra Berglind Guðmundsdóttir og Eygló Ósk Guðjónsdóttir en þær halda utan um grænfánaverkefnið í vetur. Þeim til aðstoðar eru Jenný Þórisdóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir en þá er einn starfsmaður á hverri deild tengdur þessu verkefni.

Nemendur voru glaðir í gönguferð að týna rusl eins og sjá má hjá þessum flottu krökkum.