news

Umhverfisvika

20 Sep 2019

Þá höfum við lokið fyrri umhverfisviku Vesturkots þetta skólaárið. Í vikunni söfnuðu börnin á eldri deildunum verðlausum efnivið í nærumhverfi leikskólans og föndruðu fjölbreytt hóp- og/eða einstaklingsverkefni. Þar var einnig útivistarbók Blæs nýtt í vettvangsferðum. Á yngri deildunum föndruðu börnin úr efnivið sem fannst innan veggja leikskólans. Vikan endaði svo á að börn og starfsfólk klæddist einhverju grænu í tilefni vikunnar.

Við í Vesturkoti höfum starfað eftir skóla á grænni grein (Eco-Schools) sem er alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga grænfána til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Nú er svo komið að því að við ætlum að stíga aftur þessu sjö skref og sækja um grænfánann í þriðja skiptið eftir áramót.