news

Velkomin í Vesturkot

08 Ágú 2019

Þá hefjum við skólaárið 2019-2020

Þessa fyrstu tvo daga eru börnin að koma úr sumarfríi og fá sinn tíma til að aðlagast á milli deilda.

Mánudaginn 12. ágúst hefst aðlögun nýrra barna á Vesturholt og Suðurholt sem eru eldri deildar leikskólans. Þar verða þrír árgangar barna fædd árin 2014, 2015 og 2016.

Mánudaginn 19. ágúst hefjum við aðlögun nýrra barna á yngri deildunum leikskólans sem eru Austurholt en þar verða börn fædd árið 2017, á Norðurholt verða yngstu börnin okkar sem eru fædd árið 2018.

Starfsfólki Vesturkots hlakkar mikið til komandi skólaárs og bjóðum við alla hjartanlega velkomna til okkar.