news

Vinavika

13 Sep 2019

Í Vesturkoti er unnið með vináttuverkefni sem heitir á frummálinu Fri for mobberi og er þýtt, staðfært og framleitt af Barnaheill, Save the Children á Íslandi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Red barnet, Save the Children og Mary Fonden í Danmörku.

Við í Vesturkoti hefjum vináttuverkefnið með vinaviku. Í vikunni hafa börnin hlustað á sögur um hvað vinátta er mikilvæg, sungið vinalög, farið í stuttar heimsóknir og í val á milli deilda. Þá fóru tveir elstu árgangarnir gangandi í Suðurbæjarlaug þar sem þau sóttu Blær og afhentu vinum sínum á þrem elstu deildum Vesturkots.

Vináttuverkefnið byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna. Efninu fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd Vináttu auk hjálparbangsa fyrir hvert það barn sem vinnur með verkefnið.

Foreldrar geta kynnt sér efnið nánar á vefsíðu Barnaheilla hér: https://www.barnaheill.is/is/forvarnir-og-fraedsla/vinatta