Það er mjög mikilvægt fyrir foreldra að muna eftir að merkja allan fatnað vel en þá eru meiri líkur á því að hann skili sér heim aftur til barnsins ef hann lendir óvart í hólf hjá öðrum börnum. Það er frekar erfitt fyrir starfsmenn að vita alltaf hver á hvað sem ekki er merkt. Einfalt ráð að kaupa borða með nafni barnsins og er töluverður sparnaður í stað þess að fatnaðurinn tínist.

Gott er fyrir foreldra að venja sig á að kíkja í þurrkskápa eða á ofn í fataklefa eftir fötum af sínu barni í lok dags en þá er fatnaðurinn til staðar og tilbúin fyrir nemandann næsta dag þegar verið er að fara út.Aukaföt sem þurfa að vera í körfu barnsins (extra-clothes in the school)

 • 2 Nærbolir (Undershirts)
 • 2 Buxur (Pair of trousers)
 • 2 Sokkabuxur (Pair of tights)
 • 1 Stuttermabolur (T-shirt)
 • 2 Nærbuxur (Two pairs of underwear)
 • 1 Langermabolur (Long sleeve shirt)
 • 2 Pör af sokkum (Two pairs of socks)
 • Inniskór (Slippers)
 • Bleiur (Diapers)
 • Snuð (Pacifier)


 • Koddi og teppi fyrir hvíld (Pillow and Blanket for sleeping)


 • Útiföt sem barnið þarf að eiga (outdoor-clothes the child needs in the school)
 • Úlpa (warm jacket)
 • Kuldabuxur (snow trousers)
 • Húfa (warm hat)
 • Regnjakki (rain-coat)
 • Regnbuxur (rain-trousers)
 • Ullarsokkar (warm socks)
 • Vettlingar (mittens)
 • Hlý peysa (pullover)
 • Kuldaskór (warm shoes)
 • Stigvél (Rain boots)
 • Strigaskór (Sneakers)
 • Útiföt sem barnið þarf að eiga (outdoor-clothes the child needs in the school)

*Mjög mikilvægt er að merkja allan fatnað barnsins (It´s very important to put the child´s name on it´s clothes)