Hvíld

Börnin borða með hópnum sínum og hópstjóra og hvíla sig svo eftir þörfum. Það er nauðsynlegt fyrir nemendurna að fá hvíld í leikskólanum þar sem vinnudagur þeirra er langur. Börnin hvílast eðilega mislengi og foreldrar geta rætt við deildarstjóra eða hópstjóra ef svefnmynstur barna er að breytast og þörf er á lengri eða styttri svefni.

Við viljum biðja foreldra að virða þennan tíma og vera ekki að koma með börn eða sækja börn á meðan á hvíld stendur eða milli kl 12 og 13. Þá er betra að koma fyrir hvíld ef sækja þarf nemenda snemma eða eftir hvíld, svo að börnin fái að hvíla sig í rólegheitum og allur umgangur veldur óróleika hjá börnunum á þessum tíma.

Nemendur koma með teppi og kodda að heiman fyrir hvíldina sem fara svo heim á föstudögum í þvott.