Hópastarf

Hópstjóri skipuleggur hópastarf fjóra daga vikunnar, börnin fara í myndlist, stærðfræði, í íþróttir í sal leikskólans og í vettvangsferð á þessum fjóru dögum. Á föstudögum hittast börnin og starfsfólk í sal leikskólans á vinafundi þar sem sungið er saman og hópar koma oft með æfð atriði til að sýna vinum sínum.

Mikilvægt er að virða þennan tíma svo barnið geti tekið þátt frá upphafi stundar til enda.