Kæru foreldrar. Velkomin á Norðurholt eftir sumarfrí einnig bjóðum við ný börn og foreldra velkomna í leikskólann okkar . Við opnuðum 8.ágúst að loknu sumarfríi og voru börn að tínast inn næstu daga.
Aðlögun nýrra barna á Norðurholt byrjaði 24.ágúst og þegar þetta er skrifað er henni lokið og börnin verða öguggari með hverjum deginum í nýju umhverfi með nýju fólki. Við köllum aðlögun okkar þátttökuaðlögun sem er mjög lýsandi en þá gefst foreldrum tækifæri að vera með börnum sínum þrjá morgna og börnin að vera með einstaklingi sem þau þekkja á nýjum stað.
Í vetur verða 18 börn á Norðurholti fædd árið 2021 frá janúar mánuði og þau yngstu eru fædd í október mánuði. Við skiptum barnahópnum í þrjá hópa 6 börn í hóp . Hópstjórar í vetur verða þær Anna – en hjá henni eru Adam Leó, Ásta Lovísa, Hekla Dís ,Hrafnhildur Fanney ,Óliver Natan og Viktor Bjarki Þóra mun fylgja þessum hópi einnig fyrst í stað. Wen en hjá henni eru Eva Hrafney, Fríða Björg, Heiða Kristín, Moxie Olive Quinn,Klara Sól og Kristján Elvar. Sylwia en hjá henni eru Anna Karen, Ailsa Malen,Adrían Stormur, Baltasar Rökkvi, Bára og Lilja Sóley. Nöfn á hópa koma síðar en þetta skólaár fá hópstjórar að velja nöfnin í samráði við börnin í hópnum. Starfsmenn deildar verða 5 með Þóru deildarstjóra og Alrúnu en þær munu sinna stuðningi við hópa og afleysingu.
Afmælisbarn ágúst mánaðar er Ásta Lovísa en hún átti 2ja ára afmæli 30. ágúst allir á Norðurholti senda henni og fjölskyldu hamingjuóskir með afmælið.
Stafahundurinn Lubbi kom til okkar í samveru á mánudagsmorgun og hjálpaði til við kynningu á staf vikunnar sem er A . Börnin sáu táknið fyrir stafinn og hlustuðu á stafavísu í I-pad. Eldri börnin á deildinni fengu síðan að heyra sögu um A stafinn síðar í vikunni og er ætlunin að halda því fyrirkomulagi fyrst í stað.
Á vinafundi fös. 8.sept fengu öll börn í leikskólanum afhentan Blæ bangsa en hann er hluti af vináttuverkefni sem ætlunin er að hafa með börnum í vetur .
Í næsu viku kemur dúkkan Bína og hjálpar okkur að læra fyrstu Bínuregluna við munum síðan vera með innlögn á nýrri reglu í hverri viku.
Kveðjur frá starfsmönnum Norðurholts Þóra ,Alrún,Wen,Sylwia og Anna.