news

Fréttir frá Norðurholti vikan 10.-14.jan.2022

14 Jan 2022

Kæru foreldrar. Í vikunni hefur viðrað misvel til útiveru mánudagurinn var þá sérstaklega góður með tilli tilveðurs ogbörnin kunnu svo sannarlega að meta það. Ég ákvað þennanmorgun að gefa leik barnanna sérstaka athygli. Nokkur börn voru að leika í sandkassa og ein lítil byrjaði að moka í lítið bangsaform, þá vildu fleiri gera eins og búa til kökur. Önnur voru að leika með vatnið að ausa með skóflu úr litllum pollum eða það sem var skemmtillegast að stappa og sulla smá í pollinum. Mörg voru áhugasöm og fóru upp stigann í rennibrautinni og renndu sér niður hjá sumum tók ferðin lengri tíma og þau þurftu smá aðstoð kannski í stiganum eða að setjast áður en þau renndu sér niður. Einnig voru börn að leika með bolta og draga kerrur um allan litla garðinn það var sem sagt nóg í boði , hvað vil ég velja ? Tveir nýir starfsmen voru ráðnir til starfa í leikskólann Vesturkot í liðinni viku , Þórdís hún verður í afleysingum í húsinu og Anna hún verður starfsmaður á Norðurholti báðar hafa þær unnið með börnum í leikskóla. Þórdís byrjaði í vikunni og fljóllega skýrist hvenær Anna kemur til okkar. Við bjóðum þær velkomnar til starfa. Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir í leikskólanum yngri barnamegin og á kaffistofu og undirbúningsherbergi kennaraVerið er að taka niður loftin eins og búið er að gera í sal og á eldri barnadeildum skólans , þessar framkvæmdir eiga að bæta hljóðvist í skólanum. Nýtt barn byrjaði í aðlögun í vikunni Anna Karen og er hún yngsta barnið á deildinni fædd jan. 2021 fer hún í hópinn hjá Wen og eru þá fimm börn í hverjum hóp á deildinni. Við bjóðum hana og foreldra hennar velkomin í leikskólann. Freyja Fold er afmælisbarn vikunnar en hún átti2ja ára afmæli lau. 8.jan. Allir á deildinni senda henni afmæliskveðjur í tilefni dagsins, í morgun sungum við afmælissönginn Freyja Fold á afmæli í dag og hún málaði afmæliskórónu sem fer heim .Hópurinn hjá Sylwiu málaði víkingakórónur í byrjun vikunnar og á fimmtudag máluðu og teiknuðu börn úr öllum hópum pabbamyndir allt er þetta í tilefni bóndadagsins 21.jan. næstkomandi. Við höfðum smá aukatíma það var of slæmt veður fyrir útiveru vindur og éljagangur. Stafur vikunnar var I og Yog kom hundurinn Lubbi og hjálpaði til við kynningu á stafnum og börnin hlustuðu á stafavísu í I-pad og við töluðum um hverjir ættu I eða Y eins og t.d. Yngvi.Enn og aftur viljum við beina þeim tilmælum til foreldra að ef börn sýna einkenni sem geta passað við covid smit að skoða það nánar hafa samband við heilsugæslu eða fara í próf. Ég veit dæmi um að einkenni geta verið frekar væg meðan aðrir tala um hart kvef með smá hósta og hita verum vakandi en höldum áfram í vonina um að allt taki enda.

Kveðjur og góða helgi ,Þóra,Wen,Sylwia og Jóhann.