news

Fréttir frá Norðurholti vikan 3.-7. jan .2022

07 Jan 2022

Kæru foreldrar. Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Nú er jólahátíðin á enda og við tekur nýtt ár. Í huganum fer ég yfir liðna mánuði og rifja upp það sem við höfum upplifað fordæmalausa tíma segja sumir , kannski er það satt að vissu leyti líf okkar hefur á stundum verið í einhverskonar höftum. Það hafa verið samkommutakmarkanir og sumir hafa veikst og þurft að vera í einangrun eða sóttkví um tíma. En kannski hefur þetta aðeins hægt á stressinu sem oft hefur einkennt líf okkar og orðið okkur til góðs að einhverju leyti. Við kunnað að meta tímann og notið samvista við okkar nánasta fólk. Staðan að loknu jólaleyfi er nokkuð góð og flest börn eru mætt í skólann. Hver deild er sjálfbær þannig að við fáum ekki afleysingu af öðrum deildum en verðum sjálf að manna daginn stundum aðeins að hnika til vinnutíma suma daga. Stafahundurinn Lubbi er í fríi þessa viku og því engin stafakynning. Börnin hafa litað fjölskyldumyndir sem eru hluti af þemanu okkar ég og fjölskylda mín. Þau eru að æfa sig að halda á trélitnum en rétt fingragrip er ekki komið ennþá . Við tölum um að teikna mömmu og pabba þau sjálf og systkini hjá þeim sem eiga. Einnig voru málaðaðar víkingakórónur fyrir Bóndadaginn og gekk það vel þær fara síðan heim fös. 24. janaar.Á fimmtudag var sparifata og dótadagur og komu börn í sparifötum og með dót kannski fór dagurinn framhjá einhverjum en við gleymdum að auglýsa daginn á deildartöflu en hann var auglýstur á skóladagatali á netinu og biðjumst við afsökunar á því. Veður hefur verið allskonar í vikunni suma daga kalt , aðra smá vindur en hlýtt og smá snjóföl á fös. En við fórum ekki út á miðvikudag því þá var slydda og vindurinn of mikill en aðra daga nutu börnin útiverunnar og önduðu að sér góða loftinu. Starfsfólk sem vinnur á deildinni leitast við að sýna börnunum kærleika og örva þau til þroska í lífi og leik mættu þetta vera orð sem við hugleiðum með sjáfum okkur á komandi ári.

Kveðjur frá Norðurholti Þóra,Wen, Sylwia og Jóhann.