Vika 2 hjá okkur á Norðurholti
30 Ágú 2019
Vika tvö að líða undir lok hjá okkur hér á Norðurholti og gengur allt mjög vel og er afar lítið um grát hjá börnunum nema kannski þegar þreyttan er farin að láta á sér kræla. Þau eru flest öll farin að sofa lengur og borða betur sem er æðislegt.
Í þessari viku höfum við verið að kynnast starfi leikskólans en betur, við fórum í salinn á þriðjudaginn og vakti það mikla lukku hjá börnunum. Við erum búin að prófa að leira saman þar sem sumir nýttu tækifærið og smökkuðu aðeins á leirnum sem er heimatilbúin og gerður úr vatni, olíu, hveiti og salti svo þeim ætti ekki að vera meint af smá smakki. Einnig fórum við í listakotið þar sem börnin fengu að prófa að mála smá. Það þótti þeim afar skemmtilegt þó að ekki væru allir hrifnir af því að fá málninguna á sig.
Í næstu viku ætlum við að hitta Bassa, æfa okkur að vera í samveru og kynnast en betur.
Við óskum ykkur öllum góðrar helgar og þökkum fyrir vikuna
Bestu kveðjur
Hildur Anna, Alrún Ýr og Sylwia