news

Vikan 2-6 september á Norðurholti

06 Sep 2019

Vikan hefur gengið afar vel hjá okkur hér á Norðurholti. Við höfum haldið áfram að kynnast leikskólastarfinu og læra á það.

Bassi kom og hitti okkur á þriðjudaginn og leyst börnunum afar vel á þessa grænu geimveru sem ætlar að hitta okkur einu sinni í viku til að syngja með okkur og hjálpa okkur að læra litina, form, dýrin og margt fleira. Í þessari viku vorum við að skoða hvernig Bassi lítur út og hvernig hann er á litinn, syngja og æfa okkur að sitja kyrr.

Í dag fórum við á fyrsta vinafundinn okkar, en á vinafundum förum við í salinn þar sem við hittum öll hin börnin í leikskólanum og syngjum þar með þeim nokkur lög. Börnunum fannst þetta afar skemmtilegt og voru mjög dugleg.

Í þessari viku skiptum við börnunum upp í tvo hópa og munum við byrja í hópastarfi í næstu viku af fullum krafti. Alrún Ýr verður með Sanderlu-hóp og Sylwia verður svo með Sandlóu-hóp. Hóparnir eiga að öllum líkindum eftir að breytast eitthvað þegar fram líða stundir og börnunum fjölgar á deildinni.

Takk fyrir vikuna og góða helgi :)

Bestu kveðjur Hildur Anna, Alrún Ýr og Sylwia