news

Vikan 7.-11. október

11 Okt 2019

Þá er vikan á enda og hafa börnin á Norðurholti fengist við fjölbreytt verkefni í hópastarfi. Á mánudaginn léku þau sér með stóra mjúka kubba og í könnunarleiknum. Á þriðjudaginn fóru þau í leiki í salnum og í Bassa tóku þau andlitið fyrir (augu, nef, munn og eyru). Í listakoti á miðvikudaginn var gerð fótafarsmynd í tilefni bleika dagsins og á fimmtudaginn máluðu þau saman haustmynd. Í morgun hittust allir í sal leikskólans á vinafundi.

Fyrsta sólarveislan var á mánudaginn og fengu börnin Tomma og Jenna kex. Þau hafa verið afar dugleg að æfa reglurnar og ætla að safna brosum fyrir nýrri veislu en þá ætla þau að mála spegilinn í innri stofu deildarinnar.

Takk fyrir skemmtilega viku og eigið gleðilega helgi :)