news

Dagarnir 21. til 25. mars 2022 Vika 12

25 Mar 2022

Vikurnar þjóta áfram og mánuðirnir með. En það stoppar okkur á leikskólanum ekki.

Sólarveisla var á þriðjudeginum og þá komu allir á Suðurholti með dót í leikskólann sem er alltaf vinsælt og skemmtilegt. Kosið var til nýrrar sólarveislu og næst þegar búið verður að fylla sólina okkar af brosum þá verður blöðru veisla á línuna

Elsku Lubbi kom nagandi dagblað og bauð upp á mjúka G sem vafðist nú fyrir okkur og með smá sögu og aðstoð flugu upp orð eins og naggrís, flugdreki, geimflaug, saga, magi og fl.

Í næstu viku ætla Lubbi að koma með Æ æ svo nú er gott að æfa sig heima að finna orð sem byrja á Æ , eru með æ inn í sér og enda á æ.Skemmtilegt verkefni fyrir börn og foreldra, afa, ömmur og aðra gesti.

Ætli vorið sé komið?? Það hefur allavega ringt heilan helling og fullt að gera hjá börnunum á útisvæði við að hoppa í polla, drullumalla og önnur skemmtileg úti verkefni sem þau finna upp á.

Því væri gott ef foreldrar færu reglulega yfir fata stöðu barna sinna á útifatnaði og auka fötum :0)

Marhnútar skelltu sér í skemmtilega vettvangsferð upp í Hvaleyrarskóla á bókasafnið og fengu þar sögu stund. Bókin hans Breka var lesin fyrir þau og stóðu þau sig mjög vel við að hlusta. Einnig hittu þau gamla vini úr leikskólanum sem og einhver systkini.

Í salnum voru allskonar leikir í boði og dans.

Mórur komust loks í vettvangsferð og fengu fínasta veður (enda tími til kominn). Þau byrjuðu sína ferð á því að æfa sig að vera í röðinni og passa félaga sinn og sig sjálf. Þetta getur verið mjög flókið verkefni þegar heimurinn er stór og fullt sem getur truflað… Það þarf ekki nema smá spýtu bút, stein, kisu, vörbíl og fl. sem fær litla stubba til að beygja af leið :) Þau komu líka við upp í Hvaleyrarskóla og prufuðu úti svæðið þar. Svöng og þreytt enduðu þau svo sína ferð heima á leikskólanum brosandi út af eyrum.

Páska föndrið er aðeins komið af stað hjá þeim líka og það vekur mikla lukku.

Makrílar mættu ferskir og í stuði í salinn þar sem alltaf er líf og fjör. En stundum getur verið erfitt að skiptast á. En við erum að læra það..

Vina bangsinn Blær kom í heimsókn og kenndi okkur um svipbrigði (tilfinningar) og hvernig við eigum að skiptast á, án þess að fara að grenja, lemja eða öskra.Já þessar elskur eru að æfa sig í svo mörgu.

Lagið sem verið er að æfa þessu viku heitir „ Myndin hennar Lísu,, og er um það að heimurinn er fyrir alla og við viljum ekki stríð.Elstu börnin hafa verið að pæla í stríðinu í Úkraínu sem er núna í öllum miðlum og því viljum við biðja ykkur að taka aðeins umræðuna um það heima.Við höfum tekið umræðuna um það hvað við erum heppin hér á Íslandi að eiga nógan mat, heimili, vini og ekkert stríð.

Myndin hennar Lísu

Gult fyrir sól, grænt fyrir líf,

grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð.

Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið

biðja þess eins að fá að lifa' eins og við.

Er ekki jörðin fyrir alla?

Taktu þér blað, málaðu' á það

mynd þar sem að allir eiga öruggan stað.

Augu svo blá, hjörtu sem slá

hendur sem fegnar halda frelsinu á.

Þá verður jörðin fyrir alla.

(Olga Guðrún Árnadóttir)

Njótum þess sem við höfum og förum glöð inn í helgina

Starfsfólk Suðurholts <3

P.S

Minni svo á könnunina sem foreldrar fengu senda í tölvupósti um mætingu barna í leikskólann í dymbilviku ( dagana fyrir páska). Það þarfa að vera búið að svara henni fyrir föstudaginn 1. apríl