Fjörleg og skemmtileg vika að baki hér á Suðurholti.
Fyrsti vetrardagur kominn og börnunum þótti það pínu svindl því það var enginn snjór.
Lubbi kom með stafinn Ú ú til okkar og eins og alltaf fundu krakkarnir orð sem byrja á ú eins og úlpa, útilega, úlfur, úrillur, úlfaldi og fl.
Þema vikunnar í salnum voru leikir eins og Símon segir, Björn frændi, skottaleikurinn og fl.
MARHNÚTAR Skelltu sér í fjöruna í vettvangsferð á nýjum stað sem var víst frábært að þeirra mati.
Föndruð var haust mynd með málningu, laufblöðum og lími.
Skemmtilegt verkefni í Brúarstund var „Hvernig sérðu vin þinn‘“. Og vá hvað þau náðu hvort öðru vel.
MÓRA Fóru í ævintýralega ferð niður í bátaskýli hér fyrir neðan og skoðuðu Krumma sem voru að fljúga þar um og krunka og þeir voru risastórir.
Hrekkjavöku grasker voru máluð á pappa diska og svo var aðal æfingin fólgin í því að klippa út augu, nef og munn til að líma á diskinn
MAKRÍLLFöndruðu líka. Fengu tússpenna til að lita sjó á blað og eitthvað náði tússið á litla handleggi líka :0) Með smá aðstoð var sett lím á blaðið og glimmer stráð yfir svo úr varð fiskur í sjónum.
Vinafundur í sal var svo í dag föstudag þar sem öll börnin á Vesturkoti hittast og syngja saman.
Ekki má svo gleyma föstudags flæðivalinu þar sem opið er inn á Suðurholt og Vesturholt og börnin geta farið á milli og valið það sem þau langar til og breytt að vild.
Eigið góða helgi.