news

Hress vika á Suðurholti dagana 23. til 17. Desember 2021

17 Des 2021

Já nú er allt komið á svig hér á Suðurholti Jólasveinarnir farnir að tínast til byggða hver á fætum öðrum og jóla spennan farin að byggjast upp hjá börnunum. En við höldum okkar skipulagi hér á Suðurholti því þá vita börnin hvernig dagurinn gengur fyrir sig.

Lubbi kom fjúkandi með stafinn F, f í farteskinu og voru það orð eins og fjara, fjúka, fugl og fl. sem börnin fundu.

Vinabangsinn Blær bauð upp á sögu með nuddi sem er voða gott svona í amstri dagsins.

Þemað í salnum þessa vikuna var dans og það vafðist ekki fyrir börnunum.. stopp-dans, setu-dans, liggju-dans, jóla-dans, frjáls-dans og margt fleira skemmtilegt.

Veðrið hefur hefur boðið upp á eitt og annað þessa vikuna og því mikið af blautum fatnaði en það gerir nú ekkert til þar sem þetta eru dugleg börn hér á Suðurholti.

Marhnútar ásamt Löxum fóru í óvissuferð á miðvikudaginn að skoða jólin í gamladaga í Sívertsen húsinu og að sjálfsögðu birtist hann Ketkrókur öllum að óvöru þar með sprell og læti. Krakkarnir fengu svo kerti með sér heim til að ylja sér við.

Í dag föstudag er svo rauður dagur hér í leikskólanum. Leikrit í salnum þar sem hún Leiðindarskjóða systir jólasveinana ruglaði í börnunum, söng með þeim og kom jóla boðskapnum til skila á sinn hátt. Jólasveininn Gluggagægir leit við inn á deild og þá varð uppi fótur og fit, hann söng með börnunum og gaf þeim jólagjöf.

Við á Suðurholti óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum fyrir samveruna með börnunum ásamt góðu foreldra samstarfi.

Hlökkum til ársins 2022 og alls þess sem það á eftir að bjóða upp á.

Jólakveðjur

Helena, Jenný, Jóhanna og Hrólfur <3