Já góðan daginn nú er allt á fullu hér á Suðurholti í föndri fyrir jólin
Allir hópar er búnir að gera skraut til að setja á jólatréð okkar í Jólaþorpinu niðri í Firði og fara tveir elstu hóparnir í næstu viku þangað til að hengja það upp.
Jólagjafa undirbúningurinn er enn í fullum gangi því allt tekur þetta sinn tíma hjá þessum elskum.
Talandi um jól og jólaundirbúning þá er fyrsti í aðventu á sunnudaginn og við eru farin að æfa jólalögin og skreytingarnar pompa upp næstu daga með jólaljósum og öllu tilheyrandi.
Marhnútar dekruðu við sig í einni BB-stund og nudduðu hvort annað. Axlir, bak og tær voru viðfangs efnið og endurnærðust allir þann daginn. Í Salnum nutum þau myrkursins sem er á morgnana áttu skemmtilega stund þar með vasaljósum við að gera skuggamyndir og að sjálfsögðu hlaupa um og uppgötva hvernig ljósið breytist eftir því hvernig maður beinir því.
Mórur nýttu sér líka myrkvið og vasaljósin og fóru út með þau í vettvangsferð og um leið að skoða jólaljósin sem komin eru upp í nágrenni okkar.
Makrílar er fjörugir að vanda og yndislegir. Þeir æfa sig eins og þeir geta að klæða sig í útifötin en það getur oft verið snúið þegar maður er ungur.
Lubbi kom að sjálfsögðu í heimsókn með enn einn stafinn í fórum sínum og það var hann U, u sem kom með honum.
Eigið góða helgi.