Vikan 25 til 29. Október 2021
Það er alltaf sama stuðið hjá okkur og mikil spenna búin að vera fyrir föstudeginum.
Lubbi mætti á sínum tíma með stafinn V, v og einsog alltaf voru börnin snögg að finna orð sem byrja á v eins og voffi, væla, vinur, vinna og fl.
Vettvangsferðin hjá Marhnútum var farin á Þjóðminjasafnið að skoða dreka í gamla daga og alla gömlu munina.
Mórur skelltu sér í gönguferð um nærumhverfið og æfðu sig í að passa upp á vini sína og vera í röð.
Makrílar eru dugleg að vera úti að leika og æfa sig stíft í að velja sjálf í vallinu.
Alþjóðlegi bangsadagurinn var á fimmtudeginum og þá komu þau að sjálfsögðu með bangsa í leikskólann
Slökkviliðið kom í heimsókn að hitta elstu börnin og fóru yfir brunavarnir í leikskólanum og heima fyrir.
Einnig fengu þau að skoða slökkviliðsbílinn og heyra lætin í sírenunni og flautunni
Allir hópar gerðu Hrekkjavöku föndur og Marhnútahópur skáru út grasker til að setja kerti inn í fyrir daginn í dag. Börnin mættu í hinum ýmsu búningum sem beinagrindur, prinsessur, ofurhetjur, vampírur, draugar og margt fleira skemmtilegt. Dans-partý var haldið í salnum með mikili stemningu og gleði. Flæðivalið eftir hádegi var mun skemmtilegra í dag þar sem allir voru uppstrílaðir og ekki má gleyma snakkinu sem allir elska sem var líka í boði.
Farið varlega inn Hrekkavöku helgina sem er frammundan. ????