news

Stærðfræðivika

21 Okt 2022

Í þessari viku var stærðfræðivika og höfum við mikið verið að vinna með formin og klippa þau út og líma á blöð, gerðum allskonar stærðfræðiverkefni og eins vorum við að leika með Numicon sem er stærðfræðikennsluefni.

Þá gerðu börnin drauga og grasker ásamt allskonar verkefnum tengdum hrekkjavökunni. Við munum halda þeirri vinnu áfram í næstu viku enda eru börnin orðin gífurlega spennt fyrir komandi hrekkjavöku. Við hvetjum foreldra endilega til þess að kíkja inn á deildina og skoða listaverkin hjá krökkunum en það er margt að skoða.


Lubbi mætti með stafinn Úú. Við lærðum táknið hlustuðum á sögu þar sem mikið var um orð með þessum stöfum og hlustuðum á lag sem hjálpar okkur að læra hljóðið sem stafirnir eiga. Eins fórum við í Vináttuverkefnið Blæ og unnum við með spjald nr.12 sem snýst um hugrekki, umburðarlyndi og virðingu – Þegar vinir verða óvinir og áttum við skemmtilegar og flottar samræður um það spjald með krökkunum.

Á mánudaginn fóru Tildrur á Opnunarhátíð Bóka– og bíóhátíðar barna í Gaflaraleikhúsinu þar sem elstu börn leikskólanna fengu að upplifa það hvernig bók verður að leikriti. Höfundar leikverksins Langelstur að eilífu, þær Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og Björk Jakobsdóttir leikari og leikstjóri, sögðu börnunum frá umbreytingarferli bókar yfir í leikrit og leikarar sýningarinnar Langelstur að eilífu sýndu brot úr sýningunni. Skemmtu krakkarnir sér konunglega og höfðu gaman af.

Afmælisbarn vikunnar er Milla Björt en hún fagnaði fjögurra ára afmæli. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn ?

Næsta fimmtudag eða fimmtudaginn 27. október er alþjóðlegur bangsadagur og af því tilefni mega allir koma með bangsa með sér í leikskólann (Mikilvægt er að bangsinn sé merktur og komist fyrir í hólfi barnsins).