news

Vesturholtsfréttir 26. til 30. september

30 Sep 2022

Komið þið sæl!

Nú er fjölmenningarvika að klárast hjá okkur og höfum við verið að ræða frá hvaða landi börnin eru. Auðvitað eru allir frá Íslandi en einhverjir eru svo heppnir að vera frá öðru landi líka og geta talað fleiri tungumál en bara Íslensku.

Vettvangsferðir vikunnar voru skemmtilegar að vanda. Tildrur fóru í fjörunna og var mikið af þara eftir vonda veðrið í vikunni og flóð svo við gátum ekki verið á svæðinu sem við heimsækjum oftast, röltum á steinunum og fundum sæbjúgu. Tiltu sér svo og horfðu út á hafið og þá sáum við sel. Þetta var án efa ein skemmtilegasta fjöruferðin okkar ? Tjaldar löbbuðu uppí Hvaleyrarskóla að skoða bókasafnið og þar tók Sif á móti þeim og las eina bók fyrir þau. Og stóðu allir sig með prýði. Við erum mikið búið að vera æfa reglurnar okkar.

Slökkviliðið kom og heimsóttu elstu börnin og fóru með þeim yfir helstu brunavarnir og megi þið eiga von á að börnin taki út heimilið og sjá til þess að allt sé í toppstandi ?

Brunavarnar-eftirlitsmenn þessa vikuna voru Nói og Ragnheiður Rós og þau rúlluðu hlutverkinu sínu upp að sjálfsögðu.

Börnin eru búin að vera dugleg að vinna í Lubba, stærðfræði og Blæ. Tildrur teiknuðu sjálfan sig með Blæ og voru mjög stolt af myndinni sinni, enda vel gert hjá þeim !

Afmælisbarn vikunnar er Laura en hún varð 4 ára nú á dögunum.

Við óskum henni innilega til hamingju með daginn !

Regla vikunnar hjá okkur var “að hafa hendur og fætur hjá sér“ og í næstu viku ætlum við að taka fyrir “nota inniröddina“

Við viljum minna á að fara vel yfir aukafatakörfu barnanna ykkar sérstaklega þegar svona votir dagar eru eins og voru í gær. Það vill engin vera á nærbuxunum í leikskólanum.

Eigið góða helgi

Bestu kveðjur frá Vesturkolt