news

Vesturholtsfréttir 3. til 7. október

07 Okt 2022

Komið þið sæl!

Vikan hefur liðið hjá með allskonar veðrabrigðum og uppátækjum. Lubbastundum þar sem við lærum stafina, stærðfræðistundum þar sem við teljum og leggjum saman og allskonar, listastundum þar sem við sköpum og leyfum ímyndunaraflinu að njóta sín og svo má alls ekki gleyma leiknum. Leikurinn er mikilvægasta leið barnsins til að læra samskipti og fá útrás fyrir tilfinningar sínar.

Í vettvangsferðum vikunnar tóku báðir hópar strætó niður í bæ til að fara í sögustund á bókasafni Hafnarfjarðar. Sögustundirnar eru alltaf vinsælar en Strætó er ekki síðri en bókasafnsferð svo ferðin var tvöföld ánægja!

Regla vikunnar hjá okkur var “nota inniröddina“ og í næstu viku ætlum við að taka fyrir “vera á sínu svæði/plássi“

Nú er komin tími á að taka fram hlýju fötin og mæta með snjógalla, hlýja húfu og þykka vettlinga.

Góða helgi frá okkur hér á Vesturholti