news

Vikufréttir af Vesturholti 10.-14. október

14 Okt 2022

Góðan og gleðilegan bleikan föstudag !

Við erum væn og extra bleik í dag í tilefni dagsins, Bara gaman að því !

Ég vil byrja á að þakka þeim fyrir sem sáu sért fært að mæta á foreldrafundinn í gær alltaf gaman að hittast og spjalla ?

Tildruhópur hefur mikið verið að spyrja af hverju sé aldrei pizza í hádegismat svo ákveðið var að skrifa bréf til skólamats og skelltum okkur svo á pósthúsið og sendum bréfið, leiðin lá svo að tjörninni að fæða endurnar. Veit ekki hvort börnin eða endurnar borðuð meira af brauðinu ?

Tjaldahópur fór í vettvangsferð í ljónagryfjuna. Það er alltaf jafn gaman að breyta til og leika á öðrum leikvöllum. Þau gerðu líka sjálfsmynd með allskonar efniviði og hangir myndin uppi í innri stofu endilega kíkið inn og skoðið ?

Við erum svo auðvitað búin að taka okkar föstu punkta eins og hreyfistundir í salnum og stundir með Lubba og Blæ !

Logi og Glóð fóru á stjá og að þessu sinni sáu Amelía og Freya um að gæta að því að brunavarnir leikskólans væru í toppstandi.

Þar sem börnin eru algjörir snillingar var komið að sólarveislu að þessu sinni var það blöðruveisla í salnum og gleðin var allsráðandi !

Regla vikunnar hjá okkur var “vera á sínu svæði/plássi“ og ætlum við að skerpa á “fara eftir fyrirmælum“

Við viljum biðja ykkur öll að taka poka og leikskólatöskur tómar heim á mánudögum og koma aftur með þær á föstudegi til að fylla á. Það er lítið pláss í fataklefanum okkar og þegar blautir pollagallar koma inn verður allt blautt í hólfinu ef það er ekki pláss til að færa þurru útifötin upp fyrir ofan hólfin.

Góða helgi frá okkur á Vesturholti