news

Vinafréttir af Vesturholti 7. - 11. nóv 2022

11 Nóv 2022

Komið sæl á fjólubláum degi !

Vinavikan okkar er að klárast og vakti mikla lukku bæði að fá að heimsækja vini okkar á Suður- og Norðurholti og fá þær deildir í heimsókn til okkar. Mikil samkennd og hjálpsemi hjá snillingunum okkar.

Tildrur fóru í heimsókn í Hafnarborg á mánudaginn og fengu leiðsögn í gegnum safnið og voru börnin leikskólanum til fyrirmyndar. Endilega kíkið með börnin ykkar þeim fannst þessi sýning æði !

Tjaldar fóru í vettvangsferð um nærumhverfið sitt og röltu í ljónagryfjuna. Í leiðinni æfðu börnin sig í því að umgangast nærumhverfið sitt – passa sig á bílunum og gæta að félögum sínum til dæmis. Það vekur alltaf lukku að fara á aðra leikvelli.

Börnin hafa verið dugleg að safna brosum og ætlum við að hafa brosveislu eftir hádegi í dag og í þetta skiptið er saltstangir og litað vatn.

Allir hópur fóru í Lubbastund og unnu með H, léku sér úti, hittu Blæ, sungu og trölluðu og skemmtu sér konunglega !

Við minnum á að næsta mánudag er skipulagsdagur í leikskólanum og leikskólinn því lokaður.

Þennan dag mun starfsfólk skólans rifja upp skyndihjálp og skipuleggja starfið okkar en betur.

Vonandi hafið þið það gott í helgarfríinu

Bestu kveðjur frá okkur á Vesturholti