Hlutverk foreldrafélags
Við leikskólann Vesturkot er starfandi foreldrafélag sem heitir Kjarni. Félagið er vettvangur fyrir foreldra til að koma og taka þáttstarfi leikskólans. Markmið foreldrafélagsins er að tryggja sem best velferð barna í leikskólanum og fá foreldra til að vera virkir þátttakendur í starfi leikskólans.
Foreldrafélagið tekur þátt í ýmsu því sem fram fer í leikskólanum og utan, s.s. skemmtunum og uppákomum.
Foreldrafélagið beitir þrýstingi sínum ef eitthvað mætti betur fara í leikskólanum t.d. ófullnægjandi húsnæði, leiktæÍki og fleira.
Í starfi félagsins á að ríkja gleði og hvatning og er mikilvægt fyrir allt skólastarf að foreldrar komi að því á einhvern hátt. Það veitir kennurum, leiðbeinendum og öðru starfsfólki skólans hvatningu og aðhald í að gera góðan leikskóla enn betri.
Til að unnt sé að standa straum af kostnaði við þá atburði fyrir nemendurna sem foreldrafélagið styrkir þá eru sendir út gíróseðlar tvisvar sinnum á ári, einn fyrir hvora önn og eru greiddar 3500kr í hvort sinn en aðeins er greitt fyrir 1 barn ef um systkin er að ræða.
Stjórn foreldrafélagsins Kjarna skólaárið 2021 - 2022
Hrefna Sif Gísladóttir
Lisa Marie Mahmic
Silja Hanna Guðmundsdóttir
Netfang félagsins er: kjarni.foreldrafelag@gmail.com