news

Dagur fagnaðar

08 Apr 2022

Við fögnuðum því að vera loksins komin með þróunarverkefnið okkar í hendurnar, Snemmtæk íhlutun í fjölmenningarlegum leikskóla og erum við ótrúlega glöð með afraksturinn.

Við fögnuðum því að Vesturkot verður 28 ára 14. apríl og buðum upp á tertu og súkkulaðiköku í kaffitímum.

Við fögnuðum páskunum með því að klæðast einhverju gulu, börnin leituðu af páskaskrautseggjum sem voru í boði foreldrafélagsins og starfsfólk fékk krúttlegt súkkulaðipáskaegg.

Við í Vesturkoti óskum ykkur öllum gleðilegra páska.