news

Skipulagsdagarnir

22 maí 2023

Skipulagsdagarnir 2 í síðustu viku voru heldur betur nýttir vel hér heima og erlendis. Þar sem starfsfólk fékk þriggja námskeiða fræðslu. Fyrsta námskeiðið var í stærðfræði í gegnum leik og í daglegu starfi, því næst fengum við upprifjun af leikur að læra sem er hugmyndafræði um það hvernig hægt er að kenna flest allt í gegnum leikinn og enduðum við á krakkajóga þar sem jógastöður, dans og öndunaræfingar eru blandað saman í gegnum leik. Starfsfólk Vesturkots er í skýjunum með námskeiðin og er strax farið að blanda öllum þessum nýja fróðleik inn í starfið okkar.