news

Sumarhátíð 2022

21 Jún 2022

Þann 16.júní héldum við uppá sumarhátíð Vesturkots og foreldrafélagsins.

Það var mikil spenna og gleði á meðal barnanna sem byrjuðu daginn á stöðvavinnu þar sem þau fóru á milli þess að hoppa í hoppukastala, leika í sandkassanum og fara í leiki með kennurunum. Starfsfólkið í miðhúsinu fór síðan með leikritið Rauða blaðran sem vakti mikla lukku hjá börnunum :)

Í hádeginu voru grillaðar pylsur og fóru síðan börnin inn á sínar deildir í smá slökun þar til gestirnir mættu kl.14 og þá hófst fjörið aftur. Foreldrafélagið bauð uppá leiksýninguna Karíus og Baktus sem glöddu börn sem fullorðna með glettni sinni og gleði. Einnig bauð foreldrafélagið uppá ljúffengar kaffiveitingar.

Takk allir sem mættu og gerðu sér glaðan dag með okkur :)