Útskrift
26 maí 2023
Á miðvikudaginn héldum við útskriftarveislu fyrir elstu börnin okkar sem í ár hafa verið 8 og eru í Tildru hóp. Börnin sungu nokkur vel valin lög á tóku svo á móti rós og fengu útskriftarmöppuna afhenta með verkefnum frá upphafi leikskólagöngu þeirra. Boðið var upp á kaffi, safa og léttar veitingar og þökkum við einni mömmunni sem bakaði geggjað góða köku fyrir okkur í tilefni áfangans.
Við óskum Tildru hóp innilega til hamingju með að vera búin að ljúka við fyrsta skólastigið :)