news

Vináttuverkefnið með Blæ

02 Sep 2022

Í gær fengu elstu börn leikskólans sem öll eru á Vesturholti bréf frá Blæ sem hefur verið í sumarfríi og ferðast um landið okkar í sumar. Blær var að koma til baka með hjálparbangsa barnanna en þeir lentu á röngum stað...! Börnin fóru því í vettvangsferðinni sinni í göngutúr og fundu alla bangsana á bókasafninu í Hvaleyrarskóla. Það var sérlega ánægjulegt að finna sinn eigin bangsa og fá að knúsa hann extra lengi, í dag afhentu svo börnin vinum sínum á Suðurhotli bangsana sína á fyrsta vinafundi skólaársins.

Hér er hægt að sjá smá fróðleik um Blæ: https://vesturkot.leikskolinn.is/Skolastarfid/Vina...